Ferill 591. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1226  —  591. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 83/1993, um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hörð Lárusson frá menntamálaráðuneyti.
    Frumvarpið miðar að því að koma til framkvæmda hér á landi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1999/42/EB um tilhögun viðurkenningar á menntun og hæfi með tilliti til atvinnustarfsemi sem fellur undir tilskipanir um afnám hafta og bráðabirgðaráðstafanir og um viðbót við almennu kerfin til viðurkenningar á menntun og hæfi. Tilskipunin var samþykkt í júní 1999 og á að vera komin til framkvæmda í aðildarríkjunum fyrir 31. júlí 2001.
    Með samþykkt þessarar nýju tilskipunar eru margar eldri tilskipanir felldar úr gildi og ákvæði þeirra sameinuð í þessari einu tilskipun. Kerfi tilskipana um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum og starfsréttindum er með þessu einfaldað verulega. Flest ákvæði tilskipunarinnar eru þegar í gildi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Ákveðinn hópur fólks sem hefur menntun og starfsþjálfun á þeim sviðum sem tilskipunin tekur til var þó þannig settur að hann hafði engan viðurkenndan rétt til að fá menntun sína og starfsþjálfun viðurkennda. Í tilskipuninni eru sett ákvæði sem bæta úr þessu.
    Einar Már Sigurðarson, Árni Johnsen og Kristinn H. Gunnarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 3. maí 2001.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Tómas Ingi Olrich.



Ólafur Örn Haraldsson.


Kolbrún Halldórsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.